• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Jan

Greiðslur úr sjúkrasjóði Verkalýðsfélags Akraness námu tæpum 80 milljónum árið 2019

Það er afar ánægjulegt að sjá að félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness eru virkir í að nýta sér rétt til til hina ýmsu styrkja sem félagið býður uppá úr sjúkrasjóði félagsins, en rétt tæplega 900 félagsmenn nýtu sér þennan rétt.

Greiðslur úr sjúkrasjóði Verkalýðsfélags Akraness námu 78.402.880 milljónum króna fyrir árið 2019 og jukust greiðslur á milli árana 2018 og 2019 um 14,5%

Sá styrkur sem jókst mest á milli ára var styrkur vegna sálfræðiþjónustu, en hann jókst um 121,1% á milli ára. Einnig jukust greiðslur vegna fæðingarstyrks verulega eða um 47% á milli ára, en rétt er að geta þess að þessi styrkur var hækkaður umtalsvert á síðasta ári eða úr 100.000 kr. í 150.000 kr.

Eins og áður sagði er afar ánægjulegt að sjá hversu margir nýta sér rétt sinn til endurgreiðslu úr sjóðnum.

 

Hérna að neðan er skiptingin á milli styrkarflokka sem félagið býður upp.

 

Sjúkradagpenningar     43.142.407
Fæðingarstyrkur      11.239.000
Heilsufarskoðun         6.704.037
Heilsueflingarstyrkur         6.556.045
Gleraugnastyrkur         3.923.476
Sjúkranudd         2.277.359
Sálfræðistyrkur         2.029.835
Dánarbætur         1.320.098
Gleraugastyrkur ba             440.090
Tæknifrjógun            300.000
Heyrnatækjastyrkur            280.000
Göngugreining            108.866
Barnadagpeningar              81.667
Samtals     78.402.880

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image