• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Dec

Þriðji samningafundurinn vegna kjarasamnings Norðuráls var haldinn á Þorláksmessu

Þriðji samningafundur vegna kjarasamnings Verkalýðsfélags Akraness við Norðurál var haldinn á Þorláksmessu en á þessum fundi var farið vítt og breitt yfir kröfugerðina.

Fram kom hjá forsvarsmönnum Norðuráls að þeim fyndist reynslan af því að tengja launavísitöluna við launabreytingar hafa ekki komið „vel“ út fyrir fyrirtækið og að þeir hækkanir sem þar hefðu komið séu mun hærri en gerst hefur hjá sambærilegum fyrirtækjum í orkusæknum iðnaði.

Fram kom einnig í máli þeirra að þeim fyndist undarlegt að koma með töluverðar kröfur um upphafs launahækkanir, á sama tíma og launavísitölutengingin sé á samningstímanum búin að tryggja starfsmönnum allt launaskrið á íslenskum vinnumarkaði.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness sagði á fundinum að það sé rétt að launavísitölutengingin sé búin að reynast starfsmönnum farsæl, en það sé hins vegar morgunljóst að þetta sé aðalkrafa starfsmanna að viðhalda henni áfram. Það kom einnig fram hjá formanni að ekki komi til greina að breyta viðmiðinu í launavísitölunni.

Samþykkt var að næsti samningafundur verði 6. janúar og á þeim fundi komi forsvarsmenn Norðuráls með tilboð til stéttarfélaganna, en samningsaðilar eru sammála að stefna á að ljúka við kjarasamningsgerðina eigi síðar en 15. janúar. Nú er bara að sjá hvort það takist eða ekki.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image