• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Nov

Styrkur úr sjúkrasjóði vegna sálfræðiþjónstu hefur aukist um 138% á milli ára

Alls hafa 1033 félagsmenn hafa nýtt sér hina ýmsu styrki sem sjúkrasjóður félagsins bíður félagsmönnum sínum upp á frá 1. janúar 2019 til 1. nóvember á þessu ári.

Töluverð aukning er á greiðslum úr sjóðnum á milli ára en Verkalýðsfélag Akraness hefur á liðnum árum verið að fjölga styrkjum sem og að hækka upphæðir á þeim styrkjum sem fyrir eru. En það er ætíð gert ef afkoma félagsins gefur tilefni til enda er það stefna stjórnar félagsins að láta félagsmenn ætíð njóta þess ef rekstur félagsins skilar jákvæðri rekstrarafkomu.

Á aðalfundi félagsins í apríl á þessu ári var t.d. ákveðið að fæðingarstyrkur myndi hækka úr 100.000 kr. í 150.000 krónur og ef báðir foreldrar eru félagsmenn nemur styrkurinn 300.000 kr. Einnig hækkaði heilsueflingarstyrkurinn úr 25.000 kr. í 30.000 kr. sem og gleraugnastyrkurinn úr 45.000 í 50.000 kr. En þessi hækkun á styrkjum er tilkomin eins og áður sagði vegna góðrar afkomu félagsins enda er það stefna stjórnar að láta félagsmenn ætíð njóta góðrar afkomu félagsins með einum eða öðrum hætti.

Greiðslur vegna fæðingarstyrks hefur t.d. hækkað á milli ára um 28,7% og nemur upphæðin tæpum 10 milljónum sem greitt hefur verið til félagsmanna vegna fæðingarstyrks.

Það sem vekur töluverða athygli þegar styrkveitingar eru skoðaðar er að greiðslur vegna sálfræðiþjónustu hafa aukist um 138% á milli ára og spurning hvort kvíði og streita sé að aukast hjá okkar félagsmönnum sem kallar á að félagsmenn séu duglegri við að leita sér sálfræðiþjónustu.

Formaður fagnar því að félagsmenn séu duglegir að nýta sér þá styrki sem eru í boði fyrir félagsmenn sem og aðra þjónustu sem félagið bíður uppá.

 

Það er okkur afar mikilvægt að félagsmenn okkar séu meðvitaðir um hvaða styrkir eru í boði fyrir þá, en HÉR er hægt að sjá hvað Verkalýðsfélag Akraness gerir fyrir sitt fólk.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image