• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Nov

Formaður fundar með öllum starfsmönnum leikskólum Akraneskaupstaðar

Í morgun var formaður VLFA  með stöðufund vegna kjarasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitafélaga með öllum ófaglærðum starfsmönnum á leikskólum Akraneskaupstaðar, en fundurinn var haldinn á leikskólanum Vallarseli.

Mjög góð mæting var á fundinn og fór formaður ítarlega yfir kröfugerð félagsins sem og þær viðræður sem félagið hefur átt við Samband íslenskra sveitafélaga.

Formaður fór yfir að kröfugerðin byggðist að stórum hluta á því sem samið var um í lífskjarasamningum. Einnig fór formaður vel yfir hugmyndir að styttingu á vinnuvikunni, en þessi fundur var mjög góður og fjölmargar góðar spurningar komu frá starfsmönnum um hin ýmsu atriði sem tengjast þeirra starfi og réttindum.

Það er með ólíkindum hversu mikla þolinmæði starfsmenn á leikskólum bæjarins sýna miðað við að kjarasamningur þeirra rann út fyrir átta mánuðum síðan en formaður vonast til að kjaraviðræðurnar fari að klárast fljótlega.  

Það er algjörlega morgunljóst að starfsmenn leikskóla sem eru að langstærstum hluta konur eru að vinna og frábært starf sem er gríðarlega mikilvægt og oft á tíðum krefjandi og það á alltof lágum launum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image