• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Nov

Fundur með starfsmönnum Norðuráls vegna komandi kjarasamninga

Í gær hélt Verkalýðsfélag Akraness fund með starfsmönnum Norðuráls vegna komandi kjarasamninga en samningur félagsins við Norðurál rennur út um áramótin.

Á þessum fundi voru þær vaktir sem ekki komust á fyrri fundinn sem haldinn var fyrir um hálfum mánuði síðan,  á fundinum fór formaður félagsins yfir hvaða árangur síðasti kjarasamningur skilaði starfsmönnum í launahækkanir. En fram kom í máli hans að síðasti samningur hafi verið einn sá besti sem félagið hefur gert frá því Norðurál hóf starfsemi sína á Grundartanga árið 1998.

Hann sýndi að síðasti samningur hefur skilað starfsmanni með 10 ára starfsreynslu rúmum 227 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum, en heildarlaun vaktavinnumanns eftir 10 ár með öllu fyrir 182 vinnustundir nema tæpum 800 þúsundum á mánuði.

Hann nefndi að það hafi verið góð ákvörðun að tengja launabreytingar starfsmanna við hækkun á launavísitölunni, en í þessum 5 ára samningi námu hækkanir starfsmanna rétt rúmum 42%

Hann fór einnig yfir að hann teldi mikilvægt að leggja ofuráherslu á að halda áfram að notast við launavísitölu Hagstofunnar til launabreytinga til handa starfsmönnum Norðuráls.

Einnig fór hann yfir nokkur önnur atriði sem VLFA telur mikilvægt að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum og voru fundarmenn á eitt sáttir með þær hugmyndir.

Nú liggur fyrir að hefja þarf viðræður fljótlega enda mikilvægt að reyna að láta nýjan kjarasamning taka við að þeim sem rennur út um áramótin

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image