• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Nov

VLFA var með mál fyrir félagsdómi vegna Norðuráls í gær

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá stefndi Verkalýðsfélag Akraness Norðuráli fyrir félagsdóm vegna grófra brota á vikulegum frídegi á einum starfsmanni Norðuráls.

En samkvæmt tímaskýrslum sem lagðar voru fyrir dóminn kom fram að á fjögurra ára tímabili vantaði 125 daga vegna svokallaðs frídags. En réttur til vikulegs frídags skapast ef starfsmaður vinnur samfellt í 7 daga eða meira.

 Í þessu máli liggur fyrir að umræddur starfsmaður vann allt að 65 daga samfellt án þess að fá frí eða vikulegan frídag bættan.

Þá er einnig rétt að geta þess að frá 8. ágúst til 10. janúar 2017/2018 fékk starfsmaðurinn einungis 4 daga í frí og þar af voru 3 vegna jólahátíðarinnar.

Það er gjörsamlega með ólíkindum að stórfyrirtæki eins og Norðurál skuli voga sér að misnota starfsmenn sína með jafn grófum hætti eins og í þessu máli án þess að virða greiðslu á svokölluðum vikulegum frídegi.

Einnig er rétt að geta þess að lögmaður Norðuráls viðurkenndi fyrir dómi að brotið hafi verið á manninum, hins vegar voru þeir ekki tilbúnir að viðurkenna öll brotin né aðferðafræðina við útreikning á þeim dögum sem VLFA telur að vanti að endurgreiða umræddum starfsmanni vegna vikulegs frídags.

Niðurstaða félagsdóms mun væntanlega liggja fyrir eftir tvær til þrjár vikur

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image