• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Okt

Byggðarstofnun tilbúið að lána Ísfiski, en að uppfylltu tveimur skilyrðum

Verkalýðsfélags Akraness fagnar því að fiskvinnslan Ísfiskur á Akranesi hefur fengið jákvæða afgreiðslu lánsumsóknar hjá stjórn Byggðastofnunar.

Nú liggur fyrir að sú lánafyrirgreiðsla er háð að minnstakosti tveimur uppfylltum skilyrðum sem fyrirtækið þarf svigrúm til að mæta. Það veldur því að enn mun ríkja óvissa í eina til tvær vikur til viðbótar hvað framtíð fyrirtækisins varðar.

Formaður VLFA vill vera vongóður um að Ísfiskur muni takast að uppfylla þessi skilyrði þannig að hægt verði að tryggja áframhaldandi fiskvinnslu hjá Ísfiski en á fimmtatug starfsmanna starfa við fiskvinnslu Ísfisks á Akranesi og því skiptir miklu máli að þessari óvissu verði eytt sem allra fyrst.  En eitt af þessum skilyrðum lúta að því að hægt verði að lengja í kaupleigusamningi á húsnæði fyrirtækisins sem er í eigu Brims.

En VLFA varar við að fagna um og of fyrr en þessum skilyrðum verði uppfyllt og starfsfólkið verði kallað aftur til starfa en vonandi verður það á næstu dögum eða vikum.  En samkvæmt upplýsingum stendur til að funda með starfsmönnum á næsta þriðjudag til að fara yfir stöðuna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image