• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Oct

Fundað með Seðlabankastjóra Íslands

Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR áttu mjög góðan fund með Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og Rannveigu Sigurðardóttur aðstoðarseðlabankastjóra á síðasta föstudag. Umræðuefni fundarins var m.a. verkefnin framundan og mikilvægi þess að stjórnendur peningamála séu í góðu sambandi við verkalýðshreyfinguna.

Þetta var afar góður fundur en eins og margoft hefur komið fram var eitt að lykilatriðum í lífskjarasamningum að ná niður vaxtastiginu hér á landi og hefur Seðlabankinn staðið við sitt í þeim efnum. En eins og flestir vita þá hafa stýrivextir Seðlabankans verið lækkaðir um 1,25% eftir að lífkjarasamningarnir voru undirritaðir en því miður hafa sérstaklega viðskiptabankarnir þrír ekki skilað því til neytenda,heimilanna og fyrirtækjanna nema að litlu leiti.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image