• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Jan

Fundað var hjá ríkissáttasemjara í dag

Deiluaðilar funduðu undir dyggri stjórn ríkissáttasemjara í tæpa tvo tíma í dag án þess að nálgast hvorn annan nægilega mikið til að hægt hefði verið að halda áfram viðræðum í dag.  Ákvað sáttasemjari að boða til fundar þriðjudaginn 11. janúar.  Það er gildissvið samningsins sem ágreiningur er um,  ekki hefur náðst endanleg sátt þar um.  Á fundum milli jóla og nýárs sem formaður félagsins hélt með starfsmönnum kom skýrt fram hjá verkamönnum Íj að þeir vildu fá yfirlýsingu frá forsvarsmönnum Íj  um að ekki yrði um frekari úthýsingu á starfsemi fyrirtækisins á samningstímabilinu að ræða.   Á fundinum í dag urðu forsvarsmenn Íj við þessari kröfu verkamanna Íj.  

Telur Verkalýðsfélag Akraness það vissan áfangasigur að fá þessa yfirlýsingu frá forsvarsmönnum Íj og hafa þeir því komið til móts við kröfu verkamanna hvað þetta atriði varðar.   Eftir stendur að það eru ennþá nokkur atriði sem ekki hefur náðst samkomulag um.  Ljóst er orðið að þriðjudaginn 11. janúar verður að öllum líkindum úrslitastund, hvort gengið verði frá nýjum kjarasamningi eða hvort það  slitni endanlega uppúr viðræðunum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image