• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Aug

Samningafundur með Sambandi íslenskra sveitafélaga

Verkalýðsfélag Akraness fundaði með Sambandi íslenskra sveitafélaga vegna kjarasamnings sem gildir fyrir félagsmenn sem starfa hjá Akraneskaupstað og í Hvalfjarðasveit. Rétt er að geta þess að töluvert langt er síðan samningurinn rann út eða nánar tilgetið 31. mars sl.

En eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá gerði VLFA samkomulag við Samband íslenskra sveitafélaga um að félagsmönnum sem starfa hjá umræddum sveitafélögum fengu greidda eingreiðslu vegna þess dráttar sem orðið hefur á samningsgerðinni. En þessi eingreiðsla var einskonar fyrirframgreiðsla vegna þess hversu lengi hefur tekið að ganga frá nýjum kjarasamningi. Einnig er Samband íslenskra sveitafélaga búið að skuldbinda sig til að hækka laun okkar félagsmanna um 1,5% til viðbótar þeim almennu launabreytingum samið verður um.

Þessi fundur var haldinn í húskynnum ríkissáttasemjara og var fundurinn góður og ljóst er að ekki ber mikið á milli deiluaðila. En krafa VLFA er sú að launabreytingar verði með sambærilegum hætti og gert var í hinum svokallaða lífkjarasamningi þ.e.a.s að sömu krónutöluhækkanir og svokallaður hagvaxtarauki komi til handa þeim sem taka laun eftir kjarasamningi við sveitafélögin.

Í þessum kjarasamningsviðræðum eru samningisaðilar sammála um að finna sameiginlega niðurstöðu hvað styttingu vinnuvikunnar varðar og á formaður VLFA von á að niðurstaða muni nást hvað það varðar.

Einnig var farið yfir aðrar kröfur sem félagið hefur lagt fram eins og t.d. réttindi tímakaupsfólks, en eins og áður sagði þá var þetta góður fundur og á formaður von á að hægt verði að undirrita nýjan kjarasamning eigi síðar en 15. september nk.

Næsti fundur verður haldinn á næstu dögum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image