• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
May

Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls lætur af störfum

Þau óvæntu tíðindi bárust í dag að Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls hafi óskað eftir að láta að störfum sem forstjóri fyrirtækisins en Ragnar var einn af fyrstu starfsmönnum Norðuráls og vann náið með stofnendum að uppbyggingu fyrirtækisins.

Formaður félagsins hefur þurft að eiga í umtalsverðum samskiptum við Ragnar á liðnum áraum, enda sá Ragnar um alla kjarasamningsgerð fyrir hönd fyrirtækisins. Eðli málsins samkvæmt gengur oft mikið á við að koma á kjarasamningi og einnig þegar ágreiningur er um túlkun á einstökum greinum í kjarasamningum.

Þrátt fyrir að oft hafi mikið gengið á þá hefur ætíð ríkt traust á milli fyrrverandi forstjóra Norðuráls og Verkalýðsfélags Akraness og oft hefur náðst að leysa erfið mál í sátt og samlyndi, en þegar það hefur ekki tekist þá höfum við verið sammála um að vera ósammála og láta dómstóla skera úr um hvort fyrirtækið hefur rétt fyrir sér eða VLFA.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness vill fyrir hönd félagins þakka Ragnari Guðmundssyni kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum og áratugum og óskar honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann tekur sér fyrir hendur.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image