• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Maí

Iðnaðarmenn - Kynningarfundur !

Þann 3. maí s.l. undirritaði Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga sinna kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd aðildarfyrirtækja og meistarafélaga innan SI.

Kynningarfundur verður fyrir iðnaðarmenn Þriðjudaginn 14. maí kl. 18:00 í sal Samfylkingarinnar Stillholti 18.  

Megin áherslur iðnaðarmanna í þessum samningum voru að tryggja þann árangur sem við höfum verið að ná á síðustu árum ásamt því að tryggja forsendur fyrir áframhaldandi kaupmætti á samningstímanum, uppfæra kauptaxtakerfið og stytta vinnuvikuna.

Margt fleira er í samningnum en þar má m.a nefna breytingu á flutningi orlofsréttar.

Samningurinn verður kynntur betur á þessum fundi og gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslu verði lokið fyrir 22. maí n.k. 

Hvetjum alla þá sem starfa eftir þessum samningum að kíkja á fundinn og ræða málin.

 

Hér er hægt að nálgast samningana.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image