• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Apr

Formaður með erindi í Háskóla Íslands

Í morgun var formaður Verkalýðsfélags Akraness með erindi í Háskóla Íslands fyrir meistaranema í mannauðsstjórnun sem Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent í vinnumarkaðsfæði kennir.

En þetta er í fimmta sinn sem formaður VLFA fer og hittir nemendur hjá Gylfa Dalmann til að ræða verkalýðsmál.

Í erindinu í morgun fór formaður yfir nýgerðan lífkjarasamning sem undirritaður var 3. apríl síðastliðinn og kom fram í máli formanns að um algjöran tímamótasamning væri um að ræða og kom einnig fram hjá formanninum að honum væri til efs að betri kjarasamningur hafi verið gerður fyrir verkafólk sem tekur laun eftir lágmarkslaunatöxtum.

Hann fór yfir afhverju þessi lífkjarasamningur er tímabóta samningur og nefndi hann sérstaklega í því samhengi að núna hafi verið samið eingöngu með krónutöluhækkunum en ekki prósentum sem og það að launafólki er tryggð auknar launahækkanir í gegnum svokallaðan hagvaxtarauka.

Formaður fékk fjölmargar spurningar frá nemendum og reyndi formaður að svara öllum spurningum eins vel og kostur væri.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image