• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Mar

Málflutningur fyrir Hæstarétti í máli félagsins gegn Skagnum var flutt í gær

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá stefndi Verkalýðsfélag Akraness fyrirtækinu Skaganum vegna grófra kjarasamningsbrota gagnvart einum af okkar félagsmönnum.

Málið vannst fyrir Landsrétti í október á síðasta ári.  En það er skemmst frá því að segja að Landsréttur var algerlega sammála Verkalýðsfélagi Akranes og lögmanni félagsins, enda var Skaginn dæmdur í dag til að greiða starfsmanninum rétt rúma eina milljón króna ásamt dráttarvöxtum frá 19. febrúar 2017 í vangöldin laun vegna hvíldartíma og vikulegs frídags. Skaginn var einnig dæmdur til að greiða eina milljón í málskostnað til Verkalýðsfélag Akraness.  Sjá dóm Landsréttar

Verkalýðsfélag Akraness átti nú von á því að forsvarsmenn Skagans myndu nú unna dómi Landsréttar, en sú var nú hinsvegar ekki raunin enda óskaði Skaginn eftir áfrýjunar leyfi til Hæstaréttar á grundvelli þess að umræddur starfsmaður hafi verið trúnaðarmaður og hafi á þeirri forsendu átt að hafa "meiri" vitneskju um að verið væri brjóta á réttindum sínum en almennur starfsmaður.

Það kom lögmanni og formanni Verkalýðsfélags Akraness á óvart að Hæstiréttur skyldi samþykkja áfrýjunar leyfi í þessu máli á grundvelli þess að um fordæmisgefandi mál væri að ræða þar sem um trúnaðarmann væri að ræða.

En málflutningur var í Hæstarétti í gær og er það mat formanns VLFA sem fór í Hæstarétt í gær til að hlusta á málflutning lögmannanna að Verkalýðsfélag Akraness hlýtur að vinna þetta mál fyrir Hæstarétti.  Enda myndi annað leiða það af sér að núverandi trúnaðarmannakerfi á íslenskum vinnumarkaði væri nánast lagt í rúst ef trúnaðarmenn þurfi að búa við það að tapa málum þegar verið væri verið að brjóta á réttindum þeirra fyrir það eitt að þeir hafi verið trúnaðarmenn.

Óbilgirni forsvarsmanns Skagans er löngu hætt að koma formanni Verkalýðsfélags Akraness á óvart, enda hefur eigandi Skagans ítrekað reynt að koma sér hjá því að greiða kjör eins og kjarasamningar kveða á um, en í því samhengi er VLFA nú þegar búið að fá Skagann dæmdan til að greiða kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest til starfsmanns sem fyrirtækið hafði hafnað að greiða.  En einnig er rétt að geta þess að Skaginn var bæði dæmdur í Héraðsdómi og Landsrétti fyrir að hafa verið með ólöglega ráðningarsamninga, enda brutu þeir í bága við lög um stéttarfélög og vinnudeilur.

Formaður telur að dómsuppkvaðning í þessu máli liggi fyrir í næstu eða þarnæstu viku.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image