• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Mar

Formaður fundar í samstarfsnefnd milli Sambands íslenskra sveitafélaga og VLFA

Verkalýðsfélag Akraness vísaði ágreiningi um túlkun á réttindarávinnslu til greiðslu á orlofs-og desemberuppbótum hjá tímakaupsfólki til samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitafélaga og Verkalýðsfélags Akraness. Einnig var VLFA búið að vísa ágreiningi til samstarfsnefndarinnar um að tímakaupsfólk hjá sveitafélögum ætti ekki rétt á eingreiðslu vegna þess að síðasti kjarasamningur var látinn gilda þremur mánuðum lengur. En þessi eingreiðsla kom til útborgunar 1. febrúar og fengu allir starfsmenn hana nema tímakaupsfólk.

Þetta telur Verkalýðsfélag Akraness fráleidda túlkun hjá Sambandi íslenskra sveitafélaga enda ljóst að bæði fólk í föstu starfshlutfalli og tímakaupfólk sem varð fyrir fjárhagslegum skaða með því að lengja í samningum um þrjá mánuði.

Í gær átti formaður fund í samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitafélaga og Verkalýðsfélags Akraness en það er vettvangur þar sem svona ágreiningsmál eru tekin fyrir og var niðurstaða samstarfsnefndar að aðilar voru sammála um að fjalla um viðeigandi ákvæði í kjarasamningi í komandi kjarasamningum þar sem fundin verði lausn á þessu ágreiningsefni er lýtur að ávinnslu tímakaupsfólks til greiðslu á orlofs-og desemberuppbótum. Voru aðilar sammála um að þar sem fólk vinnur eingöngu yfirvinnu vegna eðli starfsins þá þurfi að finna réttláta niðurstöðu við þá ávinnslu.

Varðandi eingreiðsluna þá óskaði Samband Íslenskra sveitafélaga að afgreiðslu á því máli yrði frestað í nokkra daga til að afla frekari gagna til upplýsinga. En formaður VLFA tjáði fulltrúum Sambands íslenskra sveitafélaga að þetta mál myndi enda fyrir dómstólum ef tímakaupsfólk yrði ekki afgreitt með sama hætti og fólk í föstu starfshlutfalli þegar kæmi að umræddri eingreiðslu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image