• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Mar

Tólfti fundurinn hjá ríkissáttasemjara haldinn í gær

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá slitu Verkalýðsfélag Akraness, Grindavíkur, VR og Efling- stéttarfélag kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara 21. febrúar síðastliðinn.

Í gær var haldinn sáttafundur milli samningsaðila en sá fundur var boðaður á grundvelli laga sem byggist á því að ríkissáttasemjari ber að boða til fundar að lágmarki 14 daga fresti á milli deiluaðila til að taka stöðuna.

Á fundinum í gær kom svo sem ekkert nýtt fram annað en það að SA hefur átt í þéttum viðræðum við SGS en samflotsfélögin er ekki kunnugt um hvað sé verið að ræða nákvæmlega í þeim viðræðum.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni og á opinberum vettvangi þá hafna félögin fjögur alfarið öllum hugmyndum er lúta að vinnutímabreytingum eða svokölluðum yfirhellingum á milli yfirvinnu og dagvinnu.

Það er ljóst að viðræðurnar eru í algjörum hnút en megin krafa stéttarfélaganna er að hækka ráðstöfunartekjur lágtekju- og lægri millitekjuhópanna þannig að hægt sé að lifa af þeim frá mánuði til mánaðar en slíku er alls ekki til að dreifa í dag.

Einnig er það algjör krafa áðurnefndra félaga að samið verði í krónutöluhækkunum en alls ekki í prósentum enda eru prósentur aflgjafi misskiptingar, óréttlætis og gerir ekkert annað en að auka á misskiptingu í íslensku samfélagi.

Ekki hefur verið boðað til annars fundar af hálfu ríkissáttasemjara.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image