• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Feb

Viðræðum við Samtök atvinnulífsins slitið hjá ríkissáttasemjara

Rétt i þessu lauk árangurlausum fundi Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur, Eflingar og VR við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara.

En þetta var ellefti samningafundurinn frá því áðurnefnd stéttarfélög vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara. Það skal fúslega viðurkennast að það eru gríðarleg vonbrigði að ekki skuli hafa tekist að ná saman kjarasamningum en það er morgunljóst að töluvert ber á milli samningsaðila.

Helsta markmið stéttarfélaganna var að lagfæra kjör lágtekjufólks þannig að laun þeirri dugi fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar og dugi fyrir þeim framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út.

Það liggur fyrir að áðurnefnd stéttarfélög ætla að standa þétt saman í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er og það er ljóst að ekki mun koma til allsherjarverkfalla heldur munu félögin teikna upp aðgerðaáætlun sem miðar að svokölluðum skæruverkföllum. En að þeirri aðgerðaáætlun munu öll stéttarfélögin koma að.

Nú er staðan gríðarlega erfið og grafalvarleg en okkar markmið standa fast á okkar sjálfsögðu kröfu sem er að auka ráðstöfunartekjur lágtekjufólks umtalsvert í þessum kjarasamningum. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image