• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Feb

Ellefti fundurinn hjá ríkissáttasemjara haldinn á síðasta föstudag

Ellefti fundur Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, VR og Eflingar var á síðasta föstudag en á þeim fundi lögðu áðurnefnd stéttarfélög fram gagntilboð til atvinnurekenda með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda til að liðka fyrir samningum.

Það er skemmst frá því að segja að Samtök atvinnulífsins höfnuðu þessu gagntilboði félaganna eftir 30 mínútna umhugsunartíma. Það voru mikil vonbrigði að fulltrúar SA hafi hafnað okkar tilboði en það var samrómaálit formanna stéttarfélaganna að nú væri staðan þannig að bíða þyrfti eftir útspili ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum en fyrir lá að sá fundur forsetateymis ASÍ með stjórnvöldum yrði  þriðjudaginn 19 febrúar.

Ákveðið var að bíða eftir þessu útspili  sem og að boða til næsta sáttafundar hjá ríkissáttsemjara fimmtudaginn 21 febrúar.

En eins og fram hefur komið hér á heimsíðunni þá er okkar aðalkrafa að auka ráðstöfunartekjur hjá tekjulægstu hópunum og það þarf að gera með samspili atvinnurekenda og stjórnvalda.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image