• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Feb

Tíundi fundurinn hjá ríkissáttasemjara var haldinn í gær

Tíundi fundurinn Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur, VR og Eflingar var haldinn hjá ríkissáttasemjara í gær.

Á fundinum lögðu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins fram tilboð er lýtur að launalið samningsins og var niðurstaðan á þeim fundi að stéttarfélögin myndi taka þetta tilboð og koma með viðbrögð við þessu tilboði SA á fundi sem haldinn verður hjá ríkissáttasemjara á morgun.

Það er ekki hægt að greina frá innihaldi tilboðsins í ljósi þess að ríkissáttsemjari óskaði sérstaklega eftir því við samningsaðila að tilboð þetta yrði trúnaðarmál og að sjálfsögðu ber samningsaðilum að viðra þó ósk frá sáttasemjara.

Hins vegar er alveg ljóst að þetta tilboð nægir alls ekki til að hægt sé að ganga frá kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins að mati umræddra stéttarfélaga.  En megin krafa stéttarfélaganna er að auka ráðstöfunartekjur verkafólks sem tekur laun eftir lágmarkstöxtum umtalsvert þannig að möguleiki sé fyrir lágtekjufólk að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar.

Það liggur einnig fyrir að aðkoma stjórnvalda við að liðka fyrir kjarasamningsviðræðum er umtalsverð enda er hægt að auka ráðstöfunartekjur lágtekjufólks á margvíslegan hátt annað en beinar launahækkanir.  Eins og t.d. í gengum skattkerfið og með hækkun á barnabótum og örðum slíkum aðgerðum.

Einnig liggur fyrir að þessi stéttarfélög kalla eftir kerfisbreytingum sem lúta að því að lækka vexti, afnema verðtryggingu og taka húsnæðisliðin úr lögum um vexti og verðtryggingu.  Sem og koma á leiguvernd að ógleymdu því að taka hressilega á grófum kjarasamningsbrotum sem og félagslegum undirboðum.

Það er morgunljóst að þessar kjaraviðræður hanga á bláþræði og þarf mjög lítið útaf að bera þannig að hér stefni í afar hörð verkfallsátök en við skynjum að ábyrgð okkar er mikil við að finna lausn á deilunni en eitt er víst að sú ábyrgð hvílir einnig á okkar viðsemjendum sem og með aðkomu stjórnvalda.  Því eitt er víst að lágtekjufólk ætlar ekki að bera eitt uppi stöðugleika í íslensku samfélagi á sama tíma og laun þeirra duga ekki fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image