• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Föst: 8.00 - 16.00
02
Jan

Fyrsti fundur hjá ríkissáttasemjara

Eins og fram kom hér á heimasíðunni þá hafa VR, Efling-stéttarfélag og Verkalýðsfélag Akraness vísað kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. En þessi þrjú stéttarfélög hafa ekki bara myndað sameiginlega samninganefnd heldur einnig bandalag í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir við Samtök atvinnulífsins.

Fyrsti fundurinn hjá ríkissáttasemjara var haldinn á síðasta föstudag en á þeim fundi kallaði ríkissáttasemjari eftir hinum ýmsu gögnum er lúta að kröfugerð félaganna og var sáttasemjari að átta sig á stöðunni sem upp er komin.

Formenn stéttarfélaganna þriggja leggja mikla áherslu á að tryggt verði að kjarasamningarnir verði afturvirkir frá 1. janúar 2019 , en þá renna fyrri samningar út. Formenn áðurnefndra félaga telja þetta mjög mikilvægt og það myndi gefa samningsaðilum meira andrými við að ná saman samningi ef þetta atriði liggur fyrir. En ríkissáttasemjari óskaði eftir að Samtök atvinnulífsins svari þessari ósk félaganna á næsta fundi sem verður 9. Janúar næstkomandi.

Formaður VLFA lagði fram gögn sem sýndu að í síðustu samningum varð launafólk af 39 milljörðum vegna þess að kjarasamningsgerðin dróst í 4 mánuði og því skiptir miklu máli að kjarasamningurinn gildi frá 1. Janúar 2019, en við hvern mánuð sem dregst að ganga frá samningi verður launafólk á hinum almenna vinnumarkaði af allt að 4 milljörðum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image