• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Oct

Breytum ekki konum, breytum samfélaginu.

Miðvikudaginn 24. október 2018 mun skrifstofa VLFA loka kl 14:55


Þann 24. október næstkomandi, á kvennafrídeginum, eru konur hvattar til að ganga út úr vinnunni klukkan 14:55. Í ár verður gengið út undir kjörorðunum: „ Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!”. 

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74 prósent af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru samkvæmt því með 26 prósent lægri atvinnutekjur að meðaltali. Ef miðað er við það hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir fimm klukkustundir og 55 mínútur ef miðað er við fullan vinnudag sem hefst klukkan níu og lýkur klukkan 17. 

Segir í tilkynningu frá aðstandendum kvennafrídagsins í ár að samkvæmt því sé daglegum vinnuskyldum kvenna því lokið klukkan 14:55 og að með sama áframhaldi muni konur ekki fá sömu laun og karlar fyrr en árið 2047, sem er eftir 29 ár. 

Árið 2016, þegar síðast var gengið út, lögðu konur niður störf klukkan 14:38 og fyrir það, árið 2010, lögðu nær niður störf klukkan 14:25.   Þetta mjakast áfram, en alls ekki nógu hratt !

Starfsmenn Verkalýðsfélags Akraness senda konum baráttukveðjur.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image