• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Aug

Samanburður á óverðtryggðum húsnæðisvöxtum

Það er sorglegt hvernig níðst er á íslenskum neytendum þegar kemur að okurvöxtum, verðtryggingu og þeim þjónustugjöldum sem neytendum er gert að greiða í þeirri fákeppni sem ríkir á íslenskum fjármálamarkaði.

Formaður félagsins hefur verið að kanna þau vaxtakjör sem eru í boði í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þá kemur í ljós eins og margoft hefur komið fram að gríðarlegur munur er á þeim vaxtakjörum sem íslenskum heimilum er gert að greiða í húsnæðisvexti miðað við þau lönd sem við berum okkur oft við þegar kemur að lífgæðum.

Á Íslandi eru breytilegir óverðtryggðir húsnæðisvextir í dag 6,2% en það þýðir að íslensk heimili sem eru með 25 milljóna húsnæðislán þurfa að greiða rúma 1,5 miljón í vexti á ári eða sem nemur rúmum 129 þúsundum á mánuði.

Ef íslenskum heimilum stæði til boða sambærilegir vextir og eru t.d. Danmörku þá væri vaxtakostnaður á ári 550 þúsund eða sem nemur tæpum 46 þúsundum á mánuði. Þetta þýðir að íslensk heimili greiða miðað við 25 milljóna húsnæðislán 83 þúsundum kr. meira í vaxtagreiðslur í hverjum mánuði eða sem nemur tæpri 1 milljón á ársgrundvelli.

Munurinn væri enn meiri ef íslenskum heimilum væri boðið upp á sömu vaxtakjör og eru í Finnlandi, en þá væru íslensk heimili að greiða 1,3 milljónum minna á ári eða sem nemur 106 þúsundum í hverjum mánuði.

Það er morgunljóst að það er verið að níðast í íslenskum neytendum eins og enginn sé morgundagurinn og því verður íslensk verkalýðshreyfing að taka á þessu skefjalausa ofbeldi sem íslensk heimili þurfa að þola af fullri hörku í komandi kjarasamningum.

Svo eru atvinnurekendur og stjórnvöld hissa á að verkalýðshreyfingin þurfi að sækja af alefli fram í launakröfum þegar það blasir við að neytendur eru að greiða allt að 106 þúsundum meira í vaxtakostnað á mánuði miðað við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við!

Hérna að neðan má sjá samanburð á óverðtryggðum húsnæðisvöxtum og vaxtakostnaði miðað við 25 milljóna húsnæðislán:

 

Húsnæðislán óverðtryggt

Vaxtakostnaður á ári

Vaxtakostnaður á mánuði.

Ísland

25.000.000 kr

1.550.000

129.167 kr

Bandaríkin

25.000.000 kr

                     925.000

77.083 kr

Kanada

25.000.000 kr

                     875.000 

72.917 kr

Tékkland

25.000.000 kr

                     750.000 

62.500 kr

Noregur

25.000.000 kr

                    600.000 

50.000 kr

Danmörk

25.000.000 kr

                     550.000 

45.833 kr

Bretland

25.000.000 kr

                     550.000 

45.833 kr

Þýskaland

25.000.000 kr

                     525.000 

43.750 kr

Svíþjóð

25.000.000 kr

                     475.000 

39.583 kr

Spán

25.000.000 kr

                     400.000 

33.333 kr

Austurríki

25.000.000 kr

                     375.000 

31.250 kr

Ítalía

25.000.000 kr

                      375.000 

31.250 kr

Finnland

25.000.000 kr

                     225.000 

18.750 kr

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image