• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Aug

Meðallaun hæst í Norðuráli

Það er nokkuð athyglisvert að skoða meðallaun nokkurra fyrirtækja sem félagsmenn VLFA starfa hjá en félagið skoðaði meðallaun hjá 16 launagreiðendum fyrir febrúar mánuð og það þarf ekki að koma á óvart að meðallaun hjá Norðuráli eru hæst.

Hins vegar er rétt að geta þess að hér er um heildar meðallaun að ræða þar sem ekki er tekið tillit til vinnustundafjölda, vaktafyrirkomulags, né hvort um skert starfshlutfall sé að ræða.

Meðal heildarlaun hjá starfsmönnum Norðuráls sem tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness voru í febrúarmánuði rétt tæp 660 þúsund á mánuði og hjá starfsmönnum Skagans voru meðallaunin rétt tæp 650 þúsund á mánuði. En meðallaun hjá Norðuráli, Skaganum, Þoreir og Ellert og Elkem Ísland voru öll frá 640 þúsundum í tæp 650 þúsund á mánuði.

Lægst voru meðallaunin hjá starfsmönnum á Sjúkrahúsi Akraness og Akraneskaupstað en rétt er að vekja sérstaka athygli á að fjölmargir sem starfa á þessum stöðum eru í skertu starfshlutfalli og því gefa meðallaunin á þessum stöðum ekki rétta mynd af launum fyrir 100% starf.

Hins vegar liggur fyrir að langflestir eru í 100% störfum hjá öllum hinum fyrirtækjunum og því eiga meðal heildarlaunin að gefa rétta mynd þar en að sjálfsögðu er vinnustundafjöldin misjafn á milli fyrirtækja.

 

Hérna eru meðallaun þessara 16 fyrirtækja og stofnanna:

 

Norðurál

       659.832  

Skaginn

       647.713  

Þ&E

       641.415  

Elkem

       640.754  

Smellinn

       603.282  

Snókur

       592.885  

Akraborg

       584.538  

Klafi

       554.113  

Spölur/Gjaldskýli

       472.192  

ÞÞÞ

       451.940  

Norðanfiskur

       431.739  

Kynnisferðir

       404.133  

Vignir G Jónsson

       372.252  

N1

       298.996  

Akraneskaupstaður

       251.941  

Sjúkrahúsið

       217.042  

Meðaltal

       489.048  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image