• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Jun

Verkalýðsfélag Akraness gefur öllum leikaskólabörnum harðfiskpoka

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um allt land á sunnudaginn kemur. Hefð er fyrir því að Verkalýðsfélag Akraness gefi leikskólabörnum harðfisk í tilefni dagsins og í morgun fór starfsmaður félagsins fyrir hönd sjómanna á alla leikskóla bæjarins með harðfiskpoka handa börnunum og var hvarvetna tekið vel á móti honum. Hægt er að sjá myndir frá því fyrra frá heimsóknunum hér.

Á sjálfan sjómannadaginn verður dagskrá með hefðbundnu sniði. Verkalýðsfélag Akraness mun að vanda annast minningarstund við minnismerki um týnda sjómenn í kirkjugarðinum kl. 10:00. Að messu lokinni verður gengið fylktu liði að minnismerki sjómanna á Akratorgi og blómsveigur lagður að því eftir stutta athöfn.

Aðrir dagskrárliðir eru fjölmargir og má þar til dæmis nefna dorgveiðikeppni, róðrarkeppni, dýfingarkeppni, kaffisölu Slysavarnardeildarinnar Lífar og fjölskylduskemmtun á hafnarsvæðinu svo eitthvað sé nefnt, og eru bæjarbúar hvattir til að taka þátt í hátíðahöldunum. Upplýsingar um dagskrána er að finna á heimaasíðu Akraneskaupstaðar

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image