• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
May

Skuldir heimilanna hækkað um 118 milljarða vegna húsnæðisliðarnis

Formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnar innilega fyrirspurn þingmannsins Ólafs Ísleifssonar sem hann lagði fyrir á Alþingi um áhrif húsnæðisliðarins á verðtryggðar skuldir heimilinna frá árinu 2003 til 2017, en fyrirspurnin hljóðar svo:

    Hver er heildarfjárhæð verðbóta sem reiknast hafa á verðtryggð lán heimila á árabilinu 2013–2017 sundurliðuð eftir árum og hversu stór hluti verðbótanna er til kominn vegna áhrifa af hækkun húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs?

Það sem kemur fram í svari fjármálaráðneytisins staðfestir það sem formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur ítrekað bent á, að á síðustu þremur árum hefur húsnæðisliðurinn í neysluvísitölunni keyrt verðtryggðar skuldir heimilanna upp. En í svari fjármálaráðherra segir að verðtryggðar skuldir heimilanna hafi hækkað frá árinu 2013 til 2017 um 133 milljarða en ef húsnæðisliðurinn hefði ekki verið inni í lögum um vexti og verðtryggingu þá hefðu verðtryggðar skuldir heimilanna hækkað einungis um 15 milljarða eins og fram kemur í svarinu. Þetta þýðir að búið er að færa frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins 118 milljarða á síðustu fimm árum eða sem nemur að jafnaði 23,6 milljarða á ári.

Eins og áður sagði þá staðfestir þetta svar frá fjármálaráðneytinu allt það sem formaður félagsins hefur ítrekað bent á á liðnum árum um að húsnæðisliðurinn í vísitölunni valdi tilfærslu gríðarlegra fjármuna frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins og til að setja þessa 118 milljarða í einhvert samhengi þá er þessi upphæði svipað há og kostnaðurinn við að reisa nýtt háskólasjúkrahús.

Það er og verður skýlaus krafa í komandi kjarasamningum að húsnæðisliðurinn verði tekinn úr lögum um vexti og verðtryggingu enda hefur hann keyrt verðbólguna áfram, ekki bara eftir efnahagshrunið heldur einnig fyrir hrun eins og fram kemur í þessu svari frá fjármálaráðneytinu. En það er ótrúlegt að lesa svarið frá fjármálaráðuneytinu enda reyna þeir að verja það að húsnæðisliðurinn sé inní lögum um vexti og verðtryggingu með því að nefna að í hruninu sjálfu hafi það komið sér vel að hafa húsnæðisliðinn inni lögum um vexti og verðtryggingu. Það er svo galið að reyna að réttlæta það að húsnæðisliðurinn sé inni með því að benda á árin 2008 til 2011 þegar allt efnahagslífið var botnfrosið m.a. vegna þess að um 10 þúsund fjölskyldur misstu heimili sín og þúsundir fjölskyldan fluttu af landi brott.  

Það er svo magnað að sjá hvernig embættismenn fjármálaráðneytisins standa vörð um það að húsnæðisliðurinn haldist inni með því að benda á hrunárin til að réttlæta áframhaldandi veru húsnæðisliðar í lögum um vexti og veðtryggingu. Þetta er grátbroslegt en þeir hins vegar komust ekki hjá því að viðurkenna að búið sé að hafa af skuldsettum heimilum 118 milljarða á síðustu 5 árum, einungis vegna þess að húsnæðisliðurinn er inni. Þetta verður ekki gefið eftir í komandi kjarasamningum enda gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir heimilin og alþýðu þessa lands að hann fari út.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image