• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Jun

Helstu atriði nýgerðs kjarasamnings á almennum vinnumarkaði

Eins og komið hefur fram skrifaði samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands undir nýjan kjarasamning síðastliðinn föstudag vegna starfa á almennum vinnumarkaði, og var það mat samninganefndarinnar að lengra yrði ekki komist í þetta skipti. Markmið um að ná lágmarkslaunum upp í kr. 300.000 á samningstímanum náðist og beinast hækkanir samningsins helst að þeim tekjulægstu og þótt flestir séu sammála um að hafa viljað ná meiru, þá ber að sjálfsögðu að fagna því. Samningurinn verður kynntur vel og rækilega á vinnustöðum og á opnum félagsfundum á næstunni og síðan lagður í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar verður kynnt síðar.

Kjarasamninginn í heild sinni má lesa hér og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér hann rækilega, en helstu atriði samningsins eru þessi:

  • Gildistími samnings er frá 1. maí 2015 til 31. desember 2018
  • Taxtar hækka 1. maí 2015 um kr. 25.000
  • Taxtar hækka 1. maí 2016 um kr. 15.000
  • Taxtar hækka 1. maí 2017 um 4,5%
  • Taxtar hækka 1. maí 2015 um 3%
  • Byrjunarlaunaflokkar færðir upp í eins árs þrep og neðstu launaflokkar óvirkjaðir, svo launafólk getur auk áðurgreindra hækkana færst til í taxtakerfinu og hækkað í launum vegna þess, umfram það sem hækkanir taxta segja til um.
  • Almennar launahækkanir 1. maí 2015 verða 3,2-7,2%, en prósentuhækkunin fer lækkandi eftir hærri tekjuþrepum.
  • Almennar launahækkanir 1. maí 2016 5,5%
  • Almennar launahækkanir 1. maí 2017 3%
  • Almennar launahækkanir 1. maí 2018 2%
  • Lágmarkstekjutrygging hækkar í fjórum þrepum, við undirritun samnings kr. 245.000. Árið 2016 kr. 260.000. Árið 2017 kr. 285.000. Árið 2018 verður hún komin upp í kr. 300.000.
  • Orlofs- og desemberuppbætur fara stighækkandi næstu 3 árin.
  • Sérstök hækkun fiskvinnslufólks, meðal annars tveggja launaflokka hækkun þeirra sem eru með 7 ára starfsaldur.


Sé nýgerður samningur um bónusmál fiskvinnslufólks á Akranesi tekinn með í reikninginn kemur í ljós að heildarlaun almenns fiskvinnslumanns hækka frá kr. 57.281 til 84.426 á fyrsta samningsári eftir starfsaldri og verða heildarlaun hans í lok samningstímans orðin kr. 389.869 eftir 7 ára starf. Sérhæfður fiskvinnslumaður hækkar frá kr. 105.844 til 141.223 kr. á mánuði eftir starfsaldri og verða heildarlaun hans í lok samningstímans orðin kr. 454.764 eftir 7 ára starf (Sjá mynd hér). Jafngildir það 45% hækkun á samningstímanum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image