• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Oct

Vaktabónus bræðslumanna HB Granda hækkar um 100%

Formaður Verkalýðsfélags Akraness gekk frá samkomulagi í gær við forstjóra HB Granda, Vilhjálm Vilhjálmsson, um hækkun á vaktabónusi til handa bræðslumönnum. Samkomulagið gengur út á að vaktabónusinn er hækkaður um 100% en fyrir samninginn voru greiddar 1.686 kr. fyrir hverja vakt fyrstu 50 vaktirnar sem staðnar eru á hverju ári en eftir samkomulagið er greitt fyrir þær 3.372 kr. á hverja vakt. Frá 51. vakt voru greiddar 1.003 kr. fyrir hverja vakt en eftir samkomulagið er þessi upphæð komin upp í 2.006 kr. Vaktafjöldi starfsmanna er í kringum 150-180 á ársgrundvelli og þessi hækkun þýðir því að árslaun starfsmanna eru að hækka um eða yfir 200.000 kr. á ári eða sem nemur á annan tug þúsunda á mánuði. Rétt er að geta þess að þetta samkomulag gildir afturvirkt frá 1. maí á þessu ári.  

Þetta samkomulag er gert þrátt fyrir að kjarasamningur bræðslumanna sé ekki laus og er þetta viðleitni fyrirtækisins til að gera vel við starfsmenn þegar vel gengur. Þetta er líka gert til að mæta því að bónus fiskvinnslufólks í HB Granda var hækkaður allverulega í síðustu samningum, eins og fram kom hér á heimasíðunni, þegar Verkalýðsfélag Akraness gekk frá sérstökum samningi vð forsvarsmenn fyrirtækisins. Það er alltaf ánægjulegt þegar forsvarsmenn fyrirtækja samþykkja að deila góðri afkomu til starfsmanna eins og nú er verið að gera og það þrátt fyrir að samningar séu ekki lausir.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image