• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Oct

Heimsókn frá Drífanda

Í dag komu starfsmenn og trúnaðarmenn stéttarfélagsins Drífanda, Vestmannaeyjum í heimsókn á skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness. Fengu gestirnir kynningu á starfsemi félagsins og snæddu saman hádegisverð. Að því loknu skoðaði hópurinn Safnasvæðið á Akranesi.

Samskipti milli þessara stéttarfélaga hafa ætíð verið góð og uppbyggileg enda hafa félögin sameiginlegra hagsmuna að gæta og hafa staðið saman í baráttunni fyrir bættum hag launafólks. Bæði félögin hafa innan sinna raða félagsmenn úr ýmsum atvinnugreinum og má þar nefna sjávarútveginn sérstaklega, en stór hópur beggja félaga hefur atvinnu af sjósókn og fiskvinnslu og skipta málefni þessa hóps því bæði félögin gríðarmiklu máli.

Það er alltaf gagnlegt að funda með fulltrúum annarra félaga, ræða málefni sem helst brenna á fólki hverju sinni og treysta böndin enn frekar, og eru fulltrúum Drífanda færðar bestu þakkir fyrir góða og gagnlega heimsókn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image