• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Sep

Kynning fyrir nemendur um réttindi og skyldur

Í dag mun formaður félagsins kynna fyrir nemendum við Fjölbrautaskóla Vesturlands hin ýmsu atriði er lúta að réttindum og skyldum á hinum íslenska vinnumarkaði. Einnig mun formaðurinn fara yfir alla þá margvíslegu þjónustu sem félagið veitir félagsmönnum sínum en gríðarlega mikilvægt er að unga fólkið sé vel upplýst um réttindi sín og fyrir hvað stéttarfélögin standa.

Það liggur fyrir að leikurinn á milli launamannsins og vinnuveitandans getur oft á tíðum verið afar ójafn þegar kemur að hinum margvíslegu kjarasamningsbrotum og því getur það skipt sköpum fyrir launafólk að vera aðili að öflugu stéttarfélagi. Sem dæmi þá hefur Verkalýðsfélag Akraness  innheimt fyrir félagsmenn sína yfir 300 milljónir vegna hinna ýmsu kjarasamningsbrota á 15 árum. En á þessum tölum sést hversu gríðarlega mikilvægt það er að vera aðili að góðu og sterku stéttarfélagi.

Þessi kynning fyrir nemendur er einn liður í því að fræða og upplýsa þá um réttindi þeirra og þá þjónustu sem félagið veitir félagsmönnum sínum.  Síðar í þessari viku verður formaður síðan með kynningu vegna fiskvinnslunámskeiðs þar sem farið er mjög ítarlega yfir öll réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image