• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Sep

Formaður kynnti réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði á fiskvinnslunámskeiði

Í morgun lauk formaður við sinn hluta í kennslu á fiskvinnslunámskeiði en þar fór hann yfir réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði ásamt því að upplýsa um alla þá starfsemi sem tengist stéttarfélögunum. Þetta fiskvinnslunámskeið var haldið fyrir starfsmenn Vignis G. Jónssonar og starfsmenn frystihússins HB Granda en samtals voru yfir 70 manns á námskeiðinu.

Fjölmargar spurningar vöknuðu hjá þeim sem sátu námskeiðið en formaður fór ítarlega yfir hversu mikilvægt það er fyrir launafólk að vera vel meðvitað um öll sín réttindi, ekki eingöngu þau sem tengjast kjarasamningum heldur einnig allt sem stéttarfélögin bjóða sínum félagsmönnum. Nú hafa þeir einstaklingar sem lokið hafa þessu námskeiði áunnið sér tveggja flokka launahækkun og eru flestir sem sátu þetta námskeið komnir í 9. launaflokk. Þeir sem hafa starfað í 7 ár eða lengur hjá sama fyrirtæki eru komnir í launaflokk 11 þannig að hér getur verið um töluverðan ávinning að ræða fyrir starfsfólkið.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image