• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Sep

Formaður með erindi í Háskóla Íslands

Formaður félagsins hélt erindi fyrir nemendur Gylfa Dalmanns í Háskóla Íslands í gær en þeir eru í meistaranámi í vinnumarkaðsfræði. Þetta er í fjórða sinn sem formaður heldur erindi fyrir nemendur Gylfa en erindið fjallaði um íslenska verkalýðshreyfingu og málefni henni tengd.

Í gær fór formaður um víðan völl í máli sínu og ræddi meðal annars fréttir sem berast þessa dagana af Selek hópnum en þær fréttir eru reyndar afar óljósar enda liggur fyrir að fulltrúar ASÍ í þessum hópi eru umboðslausir til að ganga frá einhverjum samningum fyrir hönd stéttarfélaganna. Formaður fór yfir að hann hræðist þær umræður um að breyta eigi hér vinnumarkaðslíkaninu í þá átt að það verði fámennur hópur sem taki ákvörðun um hvernig launabreytingar verða og tók hann fram að hann myndi aldrei samþykkja breytingar á vinnulöggjöf sem væru fólgnar í að umboð væri tekið af stéttarfélögum við kjarasamningsgerð.

Einnig fór hann yfir samræmdu launastefnuna sem var við lýði 2011 og 2013 og hvaða afleiðingar hún hefði haft fyrir félagsmenn VLFA ef félagið hefði fylgt henni eftir. Sagði hann meðal annars frá því að laun í stóriðjunum á Grundartangasvæðinu væru uppundir einni milljón króna lakari en þau eru í dag ef samræmdu launastefnunni hefði verið fylgt eftir. Hann fór einnig yfir að það væri hans mat að prósentuhækkanir í kjarasamningum væru aflgjafi misskiptingar og óréttlætis enda virka prósentuhækkanir með þeim hætti að þeir tekjuhæstu fá ætíð hæstu krónutöluna í sitt umslag. Hann nefndi þá staðreynd að íslenskt verkafólk getur ekki farið í verslanir og verslað með prósentum, það eru krónur sem eðli málsins samkvæmt gilda allstaðar!

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image