• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Sep

Kjaradeilu við Akraneskaupstað vísað til ríkissáttasemjara

Verkalýðsfélag Akraness hefur vísað deilu félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Sá samningur sem um ræðir er samningur sem starfsmenn Akraneskaupstaðar sem tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness vinna eftir. Umræddur kjarasamningur rann út 1. maí síðastliðinn en Verkalýðsfélag Akraness lagði fram ítarlega kröfugerð á fundi þann 10. ágúst síðastliðinn. Niðurstaðan af þeim fundi var að fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga ætluðu að heyra í "stóru félögunum" fyrst og ræða síðan við VLFA. Núna einum og hálfum mánuði síðar hefur félagið engin viðbrögð fengið við kröfugerðinni né fengið neinar upplýsingar um hvort kjarasamningur sé í burðarliðnum við önnur stéttarfélög. Því er félaginu nauðugur einn kostur að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

Það liggur algjörlega fyrir að kjör ófaglærðra starfsmanna hjá sveitarfélögunum eru hvað lökust á íslenskum vinnumarkaði um þessar stundir og því gríðarlega mikilvægt að kjör þeirra verði lagfærð umtalsvert í komandi kjarasamningum. Í bréfi til ríkissáttasemjara kemur fram að það gildi ekki sömu lögmál fyrir ófaglært starfsfólk sveitarfélaganna eins og tíðkast vítt og breitt um landið í ráðhúsum þar sem starfsfólk þar semur um allskyns aukagreiðslur eins og til dæmis fasta yfirvinnu, ferðapeninga og önnur hlunnindi. Slíku er alls ekki til að dreifa hvað ófaglært fólk varðar og því afar mikilvægt að launataxtar ófaglærðs fólks hjá sveitarfélögunum verði lagfærðir umtalsvert í komandi kjarasamningum.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image