Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Félagsmannasjóður VLFA greiðir rúmar 61 milljón króna
Í kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness við Samband íslenskra sveitarfélaga var samið…
Aðalmeðferð í dag vegna tekjutaps starfsmanna Hvals eftir frestun hvalveiða
Í dag fer fram aðalmeðferð í máli vegna umfangsmikils tekjutaps…


Síðastliðinn föstudag gekk formaður félagsins, ásamt aðaltrúnaðarmanni Elkem Ísland frá launahækkun sem gildir fyrir starfsmenn Elkem fyrir árin 2015 og 2016. Forsaga málsins er sú að þann 21. mars 2014 gekk Verkalýðsfélag Akraness frá kjarasamningi við Elkem Ísland og gilti hann frá 1. janúar 2014 til 31. janúar 2017, eða í rétt rúm 3 ár. Í samningnum fólst meðal annars að laun skyldu hækka um rúm 9% á fyrsta ári, en launahækkanir fyrir 2015 og 2016 skyldu taka hlutfallslega mið af launahækkunum sem um semdist á hinum almenna vinnumarkaði.