• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Jul

Kosning hafin um kjarasamning Samiðnar við SA

Kosning er nú hafin um kjarasamning Samiðnar við Samtök atvinnulífsins sem skrifað var undir 22. júní, en eftir þeim samningi starfa félagsmenn í Iðnsveinadeild Verkalýðsfélags Akraness.

Kosningin er rafræn og voru kjörgögn póstlögð til félagsmanna á kjörskrá fyrr í vikunni og eru því að berast þeim þessa dagana. Til að kjósa skal smella á hnappinn "Rafræn kosning" hér neðarlega til hægri á síðunni og fylgja leiðbeiningum sem fylgja kjörgögnum. Kosning stendur yfir til kl. 12:00 á hádegi 15. júlí.

Verði samningurinn felldur og samningar takast ekki mun koma til verkfalla 6. september. Verði samningarnir hins vegar samþykktir gilda þeir til loka árs 2018. Mikilvægt er að góð þátttaka verði í kosningunni þannig að vilji félagsmanna sé skýr, ekki síst ef niðurstaðan verður sú að félagsmenn telji að sækja eigi meira en kjarasamningarnir gera ráð fyrir. Félagsmenn eru því hvattir til að nýta atkvæðarétt sinn og láta afstöðu sína í ljós.

Hægt er að skoða kjarasamninginn hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image