• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Jul

Laun starfsmanna Norðuráls taka hækkun launavísitölu upp á 4,32% frá og með 1. júlí

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá gerði Verkalýðsfélag Akraness tímamótasamning við Norðurál 17. mars síðastliðinn. Tímamótin voru fólgin í því að laun starfsmanna voru launavísitölutryggð en starfsmenn hækkuðu strax um rúm 6% frá og með 1. janúar síðastliðnum ásamt því að fá 300.000 kr. eingreiðslu hver og einn. Næsta hækkun tekur gildi núna frá 1. júlí síðastliðnum og miðast hún við hækkun launavísitölunnar frá desember 2014 til júlí 2015. Nú liggur hækkun launavísitölunnar fyrir og mun hún skila starfsmönnum launahækkun upp á 4,32% sem mun gilda eins og áður sagði frá og með 1. júlí síðastliðnum.

Þetta þýðir að allt hefur gengið upp samkvæmt því sem menn reiknuðu með að samningurinn myndi gefa starfsmönnum á fyrsta árinu en heildarlaunahækkunin nemur um 16% með 300.000 kr. eingreiðslunni sem starfsmenn fengu. Án hennar nemur launahækkunin rúmum 11%. Orlofs- og desemberuppbætur hækka einnig með hækkun launavísitölunnar en þær námu 340.000 kr. samtals en með hækkun launavísitölunnar sem tekur gildi frá og með 1. júlí munu þær fara upp í 354.654 kr. sem er hækkun um 14.654 kr. Þetta þýðir líka að grunnlaun starfsmanns eftir 10 ára starf eru komin uppundir 300.000 kr. á mánuði en heildarlaunin eru tæpar 610.000 kr. með öllu. Næsta hækkun launa starfsmanna Norðuráls mun vera hækkun launavísitölunnar frá júlí 2015 til desember 2015 og taka gildi 1. janúar næstkomandi.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image