• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Jul

Fantagóður samningur handa starfsmönnum Spalar í gjaldskýli Hvalfjarðarganga

Rétt í þessu var Verkalýðsfélag Akraness að kynna fyrir starfsmönnum nýgerðan fyrirtækjasamning sem félagið gerði við Spöl ehf. sem á og rekur Hvalfjarðargöng. Þessi fyrirtækjasamningur nær til starfsmanna sem starfa í gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöng. Það er skemmst frá því að segja að það náðist hörkusamningur til handa starfsmönnunum en að meðaltali eru þeir að hækka í launum um tæpar 75.000 kr. á mánuði og gerir sú hækkun að meðaltali um tæp 20%. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. janúar síðastliðnum sem þýðir að starfsmenn munu fá greiðslu vegna afturvirkni sem nemur yfir 500.000 kr.

Verkalýðsfélag Akraness er afar ánægt með þennan samning enda er hann umtalsvert innihaldsríkari heldur en þeir samningar sem gerðir voru á hinum almenna vinnumarkaði þótt í grunninn séu þær viðmiðanir sem þar voru gerðar notaðar. Það er alltaf ánægjulegt þegar góður árangur næst við að bæta kjör okkar félagsmanna og vill félagið þakka forsvarsmönnum Spalar fyrir að hafa tekið þátt í að bæta kjör sinna starfsmanna eins og áður sagði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image