• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Sjómannadagurinn 2015 - Sjómenn færa leikskólabörnum harðfisk Dagný Allansdóttir fékk harðfisk frá afa sínum, Vilhjálmi Birgissyni, á leikskólanum Garðaseli í morgun
05
Jun

Sjómannadagurinn 2015 - Sjómenn færa leikskólabörnum harðfisk

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt á sunnudaginn og af því tilefni fengu leikskólabörn á Akranesi glaðning frá sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness í morgun. Þar voru á ferðinni þeir Kristófer Jónsson, formaður sjómannadeildar og Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA sem heimsóttu alla leikskóla bæjarins og færðu yfir 400 börnum harðfisk. Hægt er að skoða myndir hér..

Í ár var ákveðið að Verkalýðsfélag Akraness og Akraneskaupstaður stæðu saman að dagskrá á sjálfan sjómannadaginn og verður hún á þessa leið:

Kl. 10 - Athöfn við minnisvarða um drukknaða og týnda sjómenn í kirkjugarðinum

Kl. 11Sjómannadagsmessa. Blómsveigur lagður að sjómanninum á Akratorgi að lokinni athöfn.
Kl. 11 - Sjósund með Sjósundsfélaginu. Farið frá Jaðarsbakkalaug niður að sjó. Nýliðar sérstaklega velkomnir. Konfekt í potti að sundi loknu.
Kl. 12 - Skökkin við Akratorg og Garðakaffi á Safnasvæðinu verða með sjávarréttaþema í hádeginu.
Kl. 12 - Sundfélag Akraness heldur stakkasundkeppni í Jaðarsbakkalaug. Keppnin stendur til kl. 14, allir geta tekið þátt. Skráning og stakkar á staðnum. 
Kl. 13 - Eldsmiðakeppni á Safnasvæðinu. Keppnin stendur til kl. 16 og allir hjartanlega velkomnir að fylgjast með. 
Kl. 13:30 - Kaffisala í Jónsbúð á vegum Slysavarnafélagsins Líf. Opið til kl. 16:30 og allir hjartanlega velkomnir. 

Kl. 13:30 - Fiskmarkaður Íslands opnar fyrir almenning. Úrval fiska til sýnis!
Kl. 14 - Andlitsmálun í boði Verkalýðsfélags Akraness og Akraneskaupstaðar í Jónsbúð. Allir krakkar velkomnir!
Kl. 14 - Sirkus Íslands gefur blöðrur fyrir utan Jónsbúð í skemmtilegum útfærslum. Þau verða á staðnum til kl. 16.
Kl. 15 - Keppni í sjómanni í Jónsbúð undir styrkri stjórn Ólafs Adolfssonar. Verðlaun veitt fyrir ,,Sjómanninn 2015".
Kl. 16 - Bíósýning í Bíóhöllinni. Akraneskaupstaður og Verkalýðsfélag Akraness bjóða á myndina Pitch Perfect 2. Athugið, takmarkað sætapláss.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image