• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Jun

Kynningum á kjarasamningum lokið - munið að kjósa!

Kjör fiskvinnslufólks lagast umtalsvert!Kjör fiskvinnslufólks lagast umtalsvert!Nú hefur formaður félagsins lokið við að kynna nýgerðan kjarasamning á hinum almenna vinnumarkaði fyrir þeim félagsmönnum sem óskuðu eftir slíkri kynningu. Langstærstur hluti hópsins sem tekur laun eftir kjarasamningi á almennum vinnumarkaði er fiskvinnslufólk, eða uppundir 50%. Það hefur áður komið fram að Verkalýðsfélag Akraness náði sem betur fer að lagfæra kjör þeirra sem starfa í fiskvinnslu umtalsvert í þessum samningi sem og í sér bónussamningi við HB Granda. Þetta þýðir að laun starfsmanna HB Granda hækka frá 1. maí frá 60 þúsundum á mánuði uppí allt að 88 þúsund og þessar hækkanir gera það að verkum að fiskvinnslufólk er nokkuð sátt við þennan samning, þótt alltaf megi gera betur í að lagfæra kjör félagsmanna.

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífins hófst 12. júní og mun henni ljúka kl. 12:00 þann 22. júní nk. Allir kosningabærir félagsmenn fá kynningarbækling sendan í pósti og ætti hann að berast félagsmönnum á næstu dögum. Í bæklingnum má m.a. finna lykilorð sem þarf að nota þegar greitt er atkvæði. Verkalýðsfélag Akraness hvetur alla félagsmenn sem taka laun eftir kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði til að nýta kosningarétt sinn og greiða atkvæði um samninginn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image