• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Jun

Iðnaðarmenn semja, verkfalli afstýrt

Í gærkvöldi undirritaði Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga sinna nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018, en Verkalýðsfélag Akraness er eitt af aðildarfélögum Samiðnar.


Almennar launahækkanir eru í takt við samninga sem undirritaðir voru 29. maí sl. og voru samþykktir í gær. Almennar launahækkanir eru metnar á um 16% en þær eru breytilegar vegna launaþróunartryggingar. Gerðar eru breytingar á kauptaxtakerfinu. Byrjunartaxti var færður upp í eins árs taxta, öðrum töxtum hliðrað upp en sjö ára taxti fellur út. Þannig hækka byrjunarlaun um rúm 15% strax, en um 30% á samningstímanum. Með breytingum á kauptaxtakerfinu er verið að færa taxtakerfið nær markaðslaunum en það er gert meðal annars til að draga úr félagslegum undirboðum. Auk þessa voru gerðar ýmsar lagfæringar á gildandi kjarasamningi.


Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum. Atkvæðagreiðsla hefst í byrjun næstu viku og lýkur kl. 12:00 miðvikudaginn 15. júlí.

Samninginn má lesa með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image