• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Jan

Fiskvinnslunámskeiðinu að ljúka

Nú er farið að síga á seinni hlutann á fiskvinnslunámskeiðinu sem Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir.  Vel á þriðja tug þátttakenda eru á námskeiðinu og koma þeir fá HB-Granda og Laugafiski.  Námskeiðinu lýkur á mánudaginn og munu starfsmennirnir fá nafnbótina sérhæfðir fiskvinnslumenn eftir námskeiðið, einnig hækka þeir um tvo launaflokka, og munar um minna.  Að sögn þeirra leiðbeinanda sem hafa kennt á námskeiðinu hafa allir þátttakendur sýnt námskeiðinu mikinn áhuga og verið sýnum fyrirtækjum sínum til mikils sóma.  Vill Verkalýðsfélag Akraness þakka leiðbeinendum og þátttakendum kærlega fyrir samveruna á liðnum tveimur vikum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image