Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


Rétt í þessu lauk samningafundi samningaráðs Starfsgreinasambands Íslands með forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins en formaður VLFA situr í samningaráði SGS. Það er óhætt að segja að staðan sé erfið, flókin og gríðarlega viðkvæm en Samtök atvinnulífsins hafa eins og fram hefur komið í fjölmiðlum óskað eftir að gerðar verði breytingar á kjarasamningnum. Breytingar sem tengjast lengingu á dagvinnutímabili, virkum vinnutíma og lækkun yfirvinnuálags. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur alfarið hafnað þessum hugmyndum á þeirri forsendu að alltof stuttur tími sé til að skoða, meta og yfirfara áhrif þessara breytinga á kjör okkar fólks. En við fyrstu sýn er æði margt sem bendir til þess að verkafólk væri að kaupa sína launahækkun að hluta til sjálft ef hugmyndir SA næðu fram að ganga.