• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Gríðarleg samstaða meðal sjómanna Frá fundi sjómanna í dag
21
Dec

Gríðarleg samstaða meðal sjómanna

Rétt í þessu var að ljúka kynningar- og samstöðufundi félaga í Sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness, en eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni skall verkfall sjómanna á þann 14. desember sl.

Formaður fór ítarlega yfir þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaradeilu sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og niðurstöðu fundar deiluaðila hjá Ríkissáttasemjara í gær, en eins og fram hefur komið í fréttum er himinn og haf á milli deiluaðila í þessum kjarasamningaviðræðum og lýsti formaður yfir miklum áhyggjum af því að þetta verkfall gæti orðið langt og strangt.

Á fundi sjómanna í dag fór þó ekki á milli mála að mikil samstaða er í hópnum og var það afar ánægjulegt að finna. Fundurinn veitti formanni fullt umboð til að leiða þessar viðræður fyrir hönd þeirra sjómanna sem tilheyra Sjómannadeild VLFA og var formaður nestaður með nokkrum atriðum sem sjómenn telja að þurfi að koma til, svo hægt sé að ganga frá nýjum kjarasamningi sjómönnum til heilla.

Formaður þakkaði sjómönnum traustið og fór yfir mikilvægi þess að menn stæðu saman og lofaði því að halda sjómönnum vel upplýstum um gang viðræðna og greindi frá því að ef svo kynni að það sæist til lands með nýjan kjarasamning, þá myndi formaður koma með hann til kynningar áður en skrifað yrði undir slíkan samning. En eins og staðan er í dag er ljóst að fátt bendir til þess að deilan leysist á næstu vikum. Til þess þurfa útgerðarmenn að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta á sanngjarnar kröfur sjómanna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image