• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
May

Opið fyrir umsóknir um styrk vegna launataps í verkfalli

Umsóknareyðublöð vegna styrks úr vinnudeilusjóði vegna launataps í verkfalli eru nú aðgengileg á heimasíðu VLFA undir Eyðublöð. Hægt er að senda útfylltar umsóknir í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., í pósti á Sunnubraut 13, 300 Akranes, eða koma þeim á skrifstofu félagsins á annan hátt.

Með umsókninni þurfa að fylgja gögn sem staðfesta starfshlutfall og að starfsmaður hafi átt að vinna á verkfallsdegi en lagt niður störf. Þónokkur fyrirtæki hafa nú þegar sent slíka staðfestingu fyrir alla sína starfsmenn í einu lagi til skrifstofu félagsins og þegar um er að ræða vinnustaði þar sem margir hafa lagt niður störf, þá er það líklega þægilegast.

Styrkir vegna launataps í verkfalli verða greiddir út um mánaðarmótin og sem betur fer hefur slíkt ekki gerst í áraraðir. Verkfallssjóður Verkalýðsfélags Akraness er sterkur og mun vel geta staðið undir greiðslum til félagsmanna komi til langtímaverkfalls.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image