Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Grafalvarleg staða í starfsumhverfi á Vesturlandi – áhrif á vinnumarkaðinn og útflutning
Á Vesturlandi er nú að myndast afar alvarleg staða vegna…
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…


Samningaráð Starfsgreinasambands Íslands, sem formaður Verkalýðsfélags Akraness situr í, átti fund með forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins í gær og er það mat formanns að himinn og haf sé á milli deiluaðila. Það tilboð sem SA hefur lagt fram er með þeim hætti að alls ekki er hægt að ganga að því. Grundvallarkrafan sem nánast öll íslenska þjóðin styður er að lágmarkslaun á Íslandi verði skilyrðislaust orðin 300.000 kr. innan þriggja ára. Það er morgunljóst að þetta er grunnkrafa sem verður að nást í gegn til að hægt verði að ganga frá kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði fyrir verkafólk.