• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Nov

Formaður með erindi hjá SÁÁ

Það er nokkuð algengt að hin ýmsu félaga- og góðgerðasamtök óski eftir að formaður Verkalýðsfélags Akraness komi og haldi erindi um verkalýðshreyfinguna og þá hagsmunabaráttu sem VLFA stendur fyrir á hverjum degi.

Í gær hélt formaður erindi fyrir svokallaða Heiðurmenn SÁÁ að Efstaleiti 7 en það er hópur manna sem hittist annan hvern fimmtudag.  Áður en formaður hélt sitt erindi þá var farið yfir sögu SÁÁ og þá starfsemi sem þar er innt af hendi.

Það er algerlaga morgunljóst að það er verið að vinna gjörsamlega frábært starf hjá SÁÁ við að hjálpa fólki sem haldið er þeim slæma sjúkdómi sem alkóhólmisti er. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að SÁÁ er búið að bjarga svo mörgum mannslífum með sinni starfsemi í gegnum árin og áratugina að þeim verður seint þakkað nægilega fyrir það. Fram kom í ræðu frá starfsmanni SÁÁ að Verkalýðsfélag Akraness væri eina stéttarfélagið á Íslandi sem hefði stutt SÁÁ fjárhagslega.

Formaður byrjaði erindi sitt á þakka fyrir að hafa verið boðið og einnig þakkaði hann fyrir frábært starf sem unnið væri af hálfu SÁÁ enda eru fáar fjölskyldur sem eiga ekki einhvern ættingja eða vin sem hefur glímt við áfengis- eða fíkniefnavandamál. Formaður sagði líka að honum fyndist það undarlegt og hálf skammarlegt að Verkalýðsfélag Akraness væri eina stéttarfélagið sem hafi veitt SÁÁ fjárhagslegan stuðning.

Í erindi sínu fór formaður yfir mikilvægi stéttarfélaganna og nefndi sem dæmi að frá því ný stjórn tók við Verklýðsfélagi Akraness árið 2004 hafi félagið innheimt uppundir 400 milljónir vegna hina ýmsu kjarasamningsbrota á félagsmönnum. Hann kom líka að því að barátta fyrir bættum hag félagsmanna lykki aldrei og sem dæmi þá er VLFA með 4 mál fyrir dómstólum þar sem verið er að láta reyna á réttindi félagsmanna.

Formaður fór líka yfir það að verkalýðsbarátta er lýðheilsumál og sagði hann að þegar lágtekjufólk nær ekki að framfleyta sér og börnum sínum þá getur það eðlilega leitt til kvíða, þunglyndis og annarrar andlegrar vanlíðunar. Því miður erum við núna með lágmarkslaun og launataxta fyrir verkafólk sem ekki duga fyrir þeim framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út og til að verkafólk geti haldið mannlegri reisn. Á þessari forsendu er stéttarfélagsbarátta m.a. lýðheilsumál!

Það var mjög ánægjulegt að hitta þessa Heiðursmenn SÁÁ og var ekki annað á þeim að heyra en þeir væru mjög ánægðir með erindi formanns.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image