• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Verkalýðsfélag Akraness semur við Faxaflóahafnir vegna hafnargæslumanna Eftir undirritun samningsins
07
May

Verkalýðsfélag Akraness semur við Faxaflóahafnir vegna hafnargæslumanna

Verkalýðsfélag Akraness gekk frá samningi við Faxaflóahafnir í fyrradag vegna hafnargæslumanna á Grundartanga. Samningurinn var aðallega fólginn í því að þeir starfsmenn sem sjá um hafnargæslu á Grundartangasvæðinu færðust frá Securitas sem sá um þessa gæslu og yfir til Faxaflóahafna en Securitas var undirverktaki hjá Faxaflóahöfnum og sá um gæsluna. Nú eru þessir hafnargæslumenn orðnir starfsmenn Faxaflóahafna eins og áður sagði. 

Formaður félagsins er afar ánægður með þennan samning og þá staðreynd að starfsmennirnir tilheyri núna Faxaflóahöfnum. Það er ljóst að Verkalýðsfélag Akraness hefur gert marga góða samninga í gegnum tíðina en þessi samningur er einn af þeim eftirminnilegri sem félagið hefur gert enda nokkuð innihaldsríkur fyrir á sem eiga hlut að máli og það er jú það sem skiptir máli.

Umræddir hafnargæslumenn eru í raun og veru hjartað á  Grundartangasvæðinu því allt hráefni sem kemur frá verksmiðjunum og aðföng fara í gegnum þetta hlið og skráningar og því töldu forsvarsmenn Faxaflóahafna mikilvægt að engir hnökrar mættu verða á þessari starfsemi og vildu því yfirtaka starfsemina. Slíkt voru allir aðilar, bæði stéttarfélagið og starfsmenn, mjög ánægðir með.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image