• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Jan

Aðalfundi stóriðjudeildar lokið

Aðalfundur stóriðjudeildar var haldinn í kvöld, á þriðja tug félaga mættu á aðalfundinn.  Dagskrá fundarins var t.d. kosning í stjórn deildarinnar.  Stjórn stóriðjudeildar er þannig skipuð nú: Formaður er Tómas Andrésson, varaformaður Jón Jónsson, meðstjórnandi Páll Jónsson, varameðstjórnandi Ólafur Geir Óskarsson, ritari Leiknir Sigurbjörnsson, og vararitari er Sigurður Gunnarsson.  Að kosningu lokinni fór formaður félagsins ýtarlega yfir stöðuna í kjaraviðræðunum við Norðurál, Íslenska járnblendifélagið og Sementsverksmiðjuna.  Einnig gerði formaður félagsins fundarmönnum grein fyrir starfsemi félagsins, hvað hefði áunnist á liðnu ári og hver markmið stjórnar væru á þessu ári.

Lögð var fram ályktun  á fundinum þar sem skorað er á viðsemjendur og samninganefnd NA að koma á fót stóriðjuskóla eins fljótt og verða má, því mikilvægi stóriðjuskólans hefði svo sannarlega sýnt sig hjá Ísal í gegnum árin.  Ályktunin hljóðar svona í heild sinni:

Aðalfundur stóriðjudeildar VLFA haldinn 24. janúar 2005 skorar á samninganefnd og viðsemjendur VLFA í stóriðjunni að komið verði á fót stóriðjuskóla á Vesturlandi.  Það er hagur beggja, atvinnurekenda og launamanna að komið verði á fót skóla fyrir starfsfólk í stóriðjunni.  Reynslan af slíkum skóla er það góð að óhjákvæmilegt er að slíkur skóli verði settur á stofn.  Því verkafólk á Vesturlandi getur ekki sætt sig við að vera eftirbátar annarra stóriðja hvað menntun áhrærir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image