• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
May

Baráttudagur verkalýðsins er í dag

Í dag er baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um allt land og þar er Akranes engin undantekning.

Dagskráin hefst núna kl. 14 þegar safnast verður saman við Kirkjubraut 40 og genginn hringur um neðri-Skaga við undirleik Skólahljómsveitar Akraness. Að kröfugöngu lokinni tekur við hátíðardagskrá í salnum á þriðju hæð að Kirkjubraut 40. Fundarstjóri er Björg Bjarnadóttir og ræðumaður er Vilhjálmur Birgisson. Karlakórinn Svanir mun syngja nokkur lög og boðið verður upp á kaffiveitingar að dagskrá lokinni. Kl. 15 í dag verður börnum boðið frítt í bíó í Bíóhöllinni á Akranesi.

Það er mikilvægt nú sem aldrei fyrr að verkafólk standi saman í baráttunni, taki þátt í þessum degi og sýni með því samstöðu. Í ræðu sem formaður félagsins flytur í dag segir meðal annars:

„Það er lýðheilsumál að lagfæra kjör verkafólks og þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi.  Við getum ekki verið með launakjör á íslenskum vinnumarkaði sem ekki duga fyrir þeim framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út, í slíku er fólginn alger ómöguleiki...Það segir sig sjálft að þegar lágtekjufólk nær ekki endum saman til að brauðfæða sig og sína þá getur það haft skelfilegar afleiðingar á heilsu fólks. Lágtekjufólk sogast jafnvel inn í myrkur ótta og vonleysis sem getur leitt af sér hina ýmsu heilsufarskvilla jafnt líkamlega sem andlega.“ 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image