• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness haldinn í gær Frá aðalfundinum í gær
30
Apr

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness haldinn í gær

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness var haldinn á Gamla kaupfélaginu í gærkvöldi. Mæting var góð og gekk fundurinn vel fyrir sig. Rekstur félagsins gengur vel en heildar hagnaður allra sjóða var samtals tæpar 78 milljónir og starfsemi félagsins er í miklum blóma. 

Formaður fór yfir liðið starfsár en mikið hefur verið að gera í kjarasamningsgerð. Má þar nefna samninginn sem gerður var við Norðurál en hann var tímamótasamningur þar sem launahækkanir voru tengdar við launavísitölu. Félagsmenn eru duglegir að nýta sér það sem félagið býður upp á hvort sem um er að ræða styrki úr sjúkrasjóði, afnot af orlofshúsum eða þá niðurgreiðslu sem félagið býður upp á af til dæmis útilegu- og veiðikortinu, hótelmiðum og ferðum í Herjólf. 

Ómar Davíðsson, endurskoðandi félagsins, fór yfir ársreikninginn og útskýrði helstu tölur fyrir fundargestum en eins og áður sagði var afkoman mjög góð. 

Framundan eru ekki síður annasamir tímar þar sem verkfallsaðgerðir verkafólks hefjast af fullum þunga á hádegi í dag. Verkfallssjóðurinn stendur vel og gríðarlega góð samstaða ríkir meðal félagsmanna. Á fundinum var samþykkt tillaga að breytingu á reglugerð vinnudeilusjóðs. Breytingin felur fyrst og fremst í sér að stjórn Verkalýðsfélags Akraness ákveður í hverju tilfelli fyrir sig hvenær skuli hefja úthlutun úr sjóðnum og hversu háar greiðslur skuli vera. Stjórnin hyggst setja þær úthlutunarreglur að greiðslur úr verkfallssjóði hefjist á öðrum degi verkfalls en í mörgum félögum hefjast greiðslur ekki fyrr en eftir 5 eða 7 daga svo dæmi sé tekið. 

Að loknum venjubundnum aðalfundarstörfum og kosningu bauð félagið fundargestum upp á lambasteik með öllu tilheyrandi. Hér má sjá fleiri myndir frá fundinum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image