• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Apr

Kynning fyrir iðnnema í Fjölbrautaskóla Vesturlands

Formaður fór í gær og kynnti fyrir iðnnemum í Fjölbrautaskóla Vesturlands réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði. Einnig kynnti formaður fyrir iðnnemunum allt það sem Verkalýðsfélag Akraness hefur upp á að bjóða hvað varðar þjónustu og hina ýmsu styrki sem félagið býður sínum félagsmönnum upp á. Félagið er með iðnsveinadeild þannig að þeir sem þarna voru í námi munu væntanlega tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness þegar þeir hafa lokið námi sínu. 

Formaður fór yfir með iðnnemunum launakjör iðnaðarmanna, bæði í trésmíði og einnig kjör iðnaðarmanna á Grundartangasvæðinu en sem dæmi þá eru kjör iðnaðarmanna í stóriðjunum á Grundartanga 30-35% hærri en hjá ófaglærðum. Þannig að það er til mikils að vinna að klára iðnnám enda liggur líka fyrir að atvinnulífið á félagssvæði Verkalýðsfélags Akraness er mjög gott enda mikil uppbygging framundan, meðal annars á Grundartangasvæðinu. 

Þessi kynning er liður í starfsemi félagsins og er þetta annað skiptið á stuttum tíma sem formaður fer í Fjölbrautaskóla Vesturlands með slíka kynningu enda skiptir miklu máli fyrir unga fólkið sem er jafnvel að fara að stíga sín fyrstu skref á íslenskum vinnumarkaði að vera vel meðvitað um réttindi sín og ekki síst skyldur sínar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image